Gullinstjarnan varð sjö ára
Gullinstjarnan mín, indislega prinsessan varð sjö ára í gær. Henni liggur svo mikið á að verða stór. Hún er yngst fjögurra barna minna, það finnst henni ekki skemmtilegt. Stundum spyr hún hvort við getum ekki ættleitt barn, lítið barn svo hún geti orðið stóra systir. Þið furðið ykkur kannski á því af hverju hún spyr um ættleiðingu. Það er vegna þess að við höfum sagt henni að við ætlum ekki að eignast fleiri börn. Hún Anna mín er ótrúlega klár, alltaf finnur hún lausn á málum og þær liggja ekki alltaf í loftinu. Þetta er því góð lausn, ef maður ætlar ekki að eiga fleiri börn, þá ættleiðir maður þau bara. Rökhyggja hennar er þannig að ég er oft alveg kjaftstopp. Þykir sumum það kannski undarlegt. Það virðist sem reikningur sé mjög auðveldur fyrir hana. Allt varðandi tölur skilur hún um leið. Svo er nú gott að hafa stóran bróður sem er duglegur að útskíra fyrir systur sinni leyndardóma lærdómsins.
Elsku besta Anna, gullinstjarnan mín það er enginn lengur lítill sem er orðinn sjö ára. Til hamingju bestan mín.
1 Ummæli:
Þann 4:56 f.h. , Nafnlaus sagði...
Elsku Anna sætasta mín! :D
ótrúlega skemmtilegar myndir...líka frá afm. elsku addisens :) Skemmtilegt að sjá svona myglu skype mynd af sér hehehehe.. gaman gaman
stóru englarnir mínir :*
Kossar & enn meiri kossar
Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim