Stefán Sturla Sigurjónsson

02 janúar 2010

Á skíðum.

Á skíðum skemmti ég mér,
tralalalala tralalalaa, lalalalalala
niður brekkur fer
tralalala tralalala, lalalalalala...
Jááááá í dag 0201.2010 opnaði Öjberget, skíðaparadísin í Vasa, sem er bara 500 metra frá okkur, þremur vikum fyrr en í fyrra. Við fórum að sjálfsögðu á skíði í dag. Adam á nýju skíðunum og Anna með nýja hjálminn sinn. Reyndar var svolítið kalt og við Anna vorum bara í tvo tíma, þá var gullinstjarnan mín orðin köld á þumli og tveim, þrem tám. Adam var rúman klukkutíma í viðbót. Kanski skiljanlegt að Önnu var svolítið kalt, það var -20° en óskaplega fallegt veður.
Gleðilegt ár öll. Vona að ég hitti ykkur flest í Vasa á þessu ári...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim