Stefán Sturla Sigurjónsson

03 janúar 2010

Pabbi og báturinn.

Hann pabbi minn á afmæli í dag. Fæddur á því herrans ári 1932 og er því 78 ára. Margs er að minnast. Fyrir rúmu ári fór ég með honum og Steina bróður og Sollu út í Hvallátur á heimaslóðir þeirra bræðra. Þetta var indisleg ferð. Gaman að koma á æskuslóðir pabba. Hann sagði mér frá því hvar þau krakkarnir léku sér, sem að sjálfsögðu var mest við sjóinn. Einu sinni þegar hann hefur líklega verið sex eða sjö ára tók hann bát sem hann mátti ekki taka og réri út úr lendingunni. Þarna eru miklir straumar og oft erfitt að ráða við báta. Þegar út úr lendingunni var komið setti hann upp mastrið og seglið og sigldi svolitla stund og kom svo inn í lendinguna. Þegar foreldrarnir spurðu hvað hann hefði eiginlega verið að hugsa, stóð ekki á svari "prófa bátinn".
Hann pabbi minn hefur alltaf verið óhræddur við að prófa eitthvað nýtt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim