Stefán Sturla Sigurjónsson

16 janúar 2010

Dóra amma er stórust í gær...

Vitiði... í gær átti hún Dóra amma afmæli... hún er bara 29! Að minnstakosti í anda og lífsgleði. Dóra amma vann með Ástu frænku, stóru systur afa litla, í bókabúð er afi litli fór að venja komur sínar þangað. Gæti trúað að allar bækurnar sem hann þurfti að kaupa hafi verið farnar að létta nokkuð á veskinu hans, en þar hafa peningarnir aldrei verið vandamál... kanski frekar peningaleysið... hehehehe. Í einhverju vinnupartíi hjá bókabúðinni gat kallinn fengið stóru systur sína til að taka sig með... litlabróður. Þetta gekk allt upp og Dóra og afi litli voru gift þremur vikum seinna. Það gerðist að sjálfsögðu út í Flatey, en með viðkomu á Höfn í Hornafirði. Þar var ég að vinna sumarið sem þetta gerðist. Ég þurfti að sjálfsögðu að taka út gripinn sem kallinn ætlaði nú að giftast og skrifa undir leifisbréf. Þannig að ég er algerlega ábyrgur fyrir þessum samruna... og er STOLTUR af því. Dóra amma er indisleg manneskja sem lífgar svo sannarlega uppá fjölskylduna með sínu létta og indislega skapi. Elsku Dóru hjartanlega til hamingju með daginn þinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim