Gáfað gáfnapróf.
Núúúúú... þá er þessu ferli lokið. Alltso viðtölum og gáfnaprófi... hehehe... fyrir leikhússtjórastöðuna í Wasa teater. Í dag var ég í átt klukkutíma gáfnaprófi eða kannski heitir þetta persónuleikapróf á fínu máli. Um 500 krossaspurningar og nokkrar aðrar þar sem maður átti að lýsa sjálfum sér. Svo einn og hálfur klukkutími með atvinnusálfræðingi þar sem rætt var um allt milli himins og hafsbotns. Hann mun síðan meta niðurstöður úr þessu öllu saman og gefa leikhúsráðinu skírslu um hvernig við erum sem stjórnendur og einstaklingar. Ég fæ að sjá þessar niðurstöður... alltso mínar... svo að loksins fæ ég að vita hver ég er... loksins, loksins. Ég er sáttur við ferlið og nú er bara að einbeita sér að Græna landinu. 9. febrúar vitum við svo hver verður ráðinn í stöðuna.
1 Ummæli:
Þann 10:12 f.h. , Nafnlaus sagði...
Nú, vissulega er og bara að vona að þú fáir stöðuna Stebbi! :þ)
GudmTH
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim