Stefán Sturla Sigurjónsson

12 janúar 2010

Fyrsta þrep.

Starfsviðtalið með starfsfólki Wasa teater var í dag. Auðvita fer maður inn í svona viðtöl með ákveðnum kvíða. Hvernig verður, um hvað verður spurt, hver er línan sem er verið að leggja og hvernig fílar maður sig. Eftir viðtalið var ég ánægður með útkomuna. Upplagið var umsóknin mín og spurt út frá þeim hugmyndum sem ég nefndi þar. Ég var búinn að undirbúa mig með samtölum við leikhúsráðið og greinilegt að þau sem þar sitja hafa áhuga á mínum hugmyndum. Að minnstakosti var alls ekki reint að snúa útúr eða reka mig á gat... sem auðvitað hefið verið auðvelt að sumuleiti. Ég er bjartsýnn fyrir langa daginn á morgun.

3 Ummæli:

  • Þann 9:27 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Poj poj pabbi minn
    þín Sandra

     
  • Þann 1:38 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Frábært að heyra að gekk vel í dag :)
    brjóttu svo bara fót á morgun...þá reddast þetta hehe!

    Ég krosslegg amk fingur pabbsen.
    kossar og knúsar til allra.

    *sakn sakn*

    Ykkar Solla

     
  • Þann 6:27 f.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Kitos... elskurnar mínar!

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim