Nútíð og framtíð.
Í dag var erfiður dagur fyrir Önnuna okkar... gullinstjarnan var byrjuð að verða hás í gærkvöldi og í morgun var hún komin með hita sem fór uppí 39° í dag. Hitinn hefur minkað með kvöldinu svo vonandi gengur þessi bóla hratt yfir.
Á morgun ætti ég svo að vita með hverjum leikhúsráðið og starfsfólk WASA TEATER mælir með í stöðu leikhússtjóra næstu 3 til 6 árin. Síðan er bara að bíða til 9. febrúar til að sjá hvort stjórn leikhúsins er sammála tillögu starfsfólksins.
Um helgina gerum við ráð fyrir að vera í Helsinki. Fara í leikhús og hitta fólk. T.d. er Andri Snær í Helsinki vegna sýningar á Draumalandinu á einni virtustu heimildarmyndahátíð norðurlanda sem fram fer núna í Helsinki. Ef hins vegar Anna verður veik þá verðum við heima... nema Petra sem þarf að vera í Helsinki þar sem hún verður með fyrirlestur og kynningu á ungliðahreifingu Martha, sem hún er að hrinda í gang.
Á morgun ætti ég svo að vita með hverjum leikhúsráðið og starfsfólk WASA TEATER mælir með í stöðu leikhússtjóra næstu 3 til 6 árin. Síðan er bara að bíða til 9. febrúar til að sjá hvort stjórn leikhúsins er sammála tillögu starfsfólksins.
Um helgina gerum við ráð fyrir að vera í Helsinki. Fara í leikhús og hitta fólk. T.d. er Andri Snær í Helsinki vegna sýningar á Draumalandinu á einni virtustu heimildarmyndahátíð norðurlanda sem fram fer núna í Helsinki. Ef hins vegar Anna verður veik þá verðum við heima... nema Petra sem þarf að vera í Helsinki þar sem hún verður með fyrirlestur og kynningu á ungliðahreifingu Martha, sem hún er að hrinda í gang.
1 Ummæli:
Þann 10:37 e.h. , Nafnlaus sagði...
Æji litla skinnið :( Sendi baráttukveðjur :)
Úú bíð spennt þar til á morgun!!
Heyrumst þá
Kossar og knúsar
Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim