Stefán Sturla Sigurjónsson

03 febrúar 2010

Svona er lífið

Nú eru rúmar tvær vikur í frumsýninguna á Græna landinu þann 20. febrúar. Hingað til hefur allt gengið mjög vel. Leikararnir löngu búnir að læra textann 100% og héðan í frá eru bara rennsli... og takið eftir rennsli með öllu. Í dag kjúuðum við ljósin. Svo framunda eru tvær vikur til að fínisera hlutina. Vignir og Ilkka hafa staðið sig frábærlega, ásamt öllu genginu í leikhúsinu. Andinn í kringum sýninguna er alveg frábær. Þannig að ég held að við séum að skapa skemmtilega, stemmings– og kærleiksfulla sýningu þar sem hlátur og tár fara saman.
Fékk í dag senda niðurstöðuna frá atvinnusálfræðingnum. Úfffff, fegin að ég þekki sjálfan mig. Sem sagt ekkert sem kom mér á óvart og meðmælin með starfinu í besta klassa. En samt sem áður valdi starfsfólkið að mæla með vinkonu sinni og starfsfélaga í starfið, kannski var hún líka í besta klassa. Svona er lífið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim