Stefán Sturla Sigurjónsson

05 febrúar 2010

Góður hópur

Á mánudaginn er frídagur leikara í Finnlandi. Ég gaf leikurunum frí í dag föstudag. Þannig að þau fá langa helgi, fjóra daga. Þessa frídaga verður unnið í útfærslatriðum í leikmyndinni, leikmunum og ljósum. Svo rennsli á þriðjudag og miðvikudag. Fjölmiðlafundur og fínstillingar á fimmtudaginn. Laugardaginn 13. febrúar, eftir viku fáum við fyrstu áhorfendur í salinn.
Á þriðjudagseftirmiðdag 9. febrúar ætlum við að bjóða leikurunum og listrænum stjórnendum Græna landsins að borða hérna heima hjá okkur í Sundom. Bjóðum uppá allt mögulegt, t.d Þorrasmakk, lambasteik og salat.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim