Þögnin er dýrmætasti tónninn.
Dagarnir líða hver af öðrum. Fljúga hjá og eru minningar. Tíminn er minning. Tíminn er hugtak sem í rauninni er ekki til. Tíminn er... svo lengi sem við eigum einhverjar minningar. Tónaflóðið leikur dagsins sinfóníu en dýrmætasti tónninn í verkinu er þögninn.
Æfingferlið á Græna landinu hefur verið mér einn dýrmætur skóli. Eitt af topp tíu óskaleikritum mínum og nú þegar ég hef kynnst því en betur, við uppsetingu mína í Wasa teater, styrkist það bara í minni vitund sem eitt best skifaða íslenska leikrit frá upphafi. Ólafur Haukur skrifar það af næmni. Það er fullt af tákrænum minnum. Það er tímalaust nákvæmlega eins og sjúkdómurinn alzheimer sem Ólafur velur sem þema um verkið. Viðfangsefni er hins vegar tíminn, minningar, kærleikurinn. Ekkert getur án hins verið. Leikritið er ákaflega lýrískt og mannlegt. Það sýnir einnig hve djúpt innsæi höfundurinn hefur á mannleg samskipti og húmor.
Nú er vika til frumsýningar og brátt er þetta æfingaferli minning. Minning sem ég mun byggja framtíð mína á sem leikstjóri. Ég hef leitað til baka í einfaldleikann. Gefið þögninni tíma. Ég veit að margir eiga eftir að lifa minningar á sýningunni. Fjölskylduharmleikir, veikindi, sorg, gleði og vonir verða stórhluti af tilfinningum og minningum sem ég leitast við að hræra í.
Fyrstu áhorfendur komu á rennsli í morgun. Eftir rennslið áttum við spjall um áhrif verksins. Viðbrögðin voru sterk og jákvæð.
Æfingferlið á Græna landinu hefur verið mér einn dýrmætur skóli. Eitt af topp tíu óskaleikritum mínum og nú þegar ég hef kynnst því en betur, við uppsetingu mína í Wasa teater, styrkist það bara í minni vitund sem eitt best skifaða íslenska leikrit frá upphafi. Ólafur Haukur skrifar það af næmni. Það er fullt af tákrænum minnum. Það er tímalaust nákvæmlega eins og sjúkdómurinn alzheimer sem Ólafur velur sem þema um verkið. Viðfangsefni er hins vegar tíminn, minningar, kærleikurinn. Ekkert getur án hins verið. Leikritið er ákaflega lýrískt og mannlegt. Það sýnir einnig hve djúpt innsæi höfundurinn hefur á mannleg samskipti og húmor.
Nú er vika til frumsýningar og brátt er þetta æfingaferli minning. Minning sem ég mun byggja framtíð mína á sem leikstjóri. Ég hef leitað til baka í einfaldleikann. Gefið þögninni tíma. Ég veit að margir eiga eftir að lifa minningar á sýningunni. Fjölskylduharmleikir, veikindi, sorg, gleði og vonir verða stórhluti af tilfinningum og minningum sem ég leitast við að hræra í.
Fyrstu áhorfendur komu á rennsli í morgun. Eftir rennslið áttum við spjall um áhrif verksins. Viðbrögðin voru sterk og jákvæð.
2 Ummæli:
Þann 4:29 e.h. , Nafnlaus sagði...
Sammála að að hinn eini sanni tónn er þögnin - vel að orði komist Stebbi - ég væri meira en til í að vera á frumsýningunni en þetta er alltaf þetta ennn - við eigum eftir að hittast fljótlega félagi - vertu viss. kveðja Björninn
Þann 9:52 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Það hefur verið rosalega spennandi að vinna með hinn tæra tón "þögnina".
Kæri vin vona að það verði fyrr en seinna.
vinur SSS
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim