Stefán Sturla Sigurjónsson

25 febrúar 2010

66° í Finnlandi frá Finni frænda

Hér í Finnlandi er búinn að vera kaldur og snjóþungur vetur. Alvöru vetur sem krökkunm finnst vera "besti vetur í heimi..." eins og Anna orðaði það. Þrátt fyrir kulda allt að -30°, eins og var í gærmorgun, þá er ekki svo ískalt. Það er nefnilega alltaf logn. Kyndingakostnaður hússins ríkur hins vegar upp, ekki hvað síst fyrir það að í svona miklum frosthörkum þarf að keyra hitablásara í hesthúsinu. Maður er að þjálfast í að nota arinofninn til að kynda upp húsið svo ég vona að reikningurinn fyrir febrúar verði eitthvað lægri en tvo síðustu mánuði.
Anna sagði í gær, að það væri gott að eiga svona góðan frænda eins og Finn frænda...
Af hverju? spurði ég.
Hann gefur okkur alltaf 66° norður föt í jólagjöf.
Hann Fonsi minn hefur alltaf haft eitthvað í sér að hitta á góðan streng. Og nú bíða Adam og Anna bara eftir að Finnur frændi fari að láta sjá sig í heimsókn til Finnlands.

3 Ummæli:

  • Þann 2:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hehehe Finnur frændi hefur aldrei klikkað á smáatriðunum :)
    kv.Sandra

     
  • Þann 3:26 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ,

    Já einmitt hann gefur mjög smáar og góðar gjafir :) einhver var að segja mér að hann væri farinn að auglýsa fyrir þá í 66 - er það rétt ???
    kv. Bj

     
  • Þann 5:29 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Ekki veit ég neitt um auglýsingasamninga hjá stórleikaranum og sjónvarpshetjunni. En spyr mig hvað þetta tvöfalda sex er að gera á vetrarfötum...?

    hehehehe
    sss

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim