Stefán Sturla Sigurjónsson

20 febrúar 2010

Reglulega stór...

20. febrúar fyrir 47 árum. Litlibró kemur í heiminn... Ég var tæplega fjögra ára og man nú ekki mikið eftir þessu... já get svo sem viðurkennt það að ég man ekki neitt eftir því hvort ég var spenntur eða leiður eða bara kátur... man hins vegar eftir vagninum í Heiðargerðinu... undir stofuglugganum eða við gaflinn, líklega við eldhúsgluggan. Þá fékk maður ekki að hafa hátt í garðinum. Eða var það á Hjarðarhaganum...? Kúturinn var náttúrulega uppáhaldið, hjá mömmu. Öll kornabörn eftir þetta eru svo lík Krissa, eða minna mömmu á litla kútin þegar hann var lítill. "Alveg eins og þegar Krissi var lítill".
Þegar Kúturinn fermdist gaf ég honum 8mm upptökuvél með öllum græum, sýningarvél og klippisetti. Þá átti maður pening því ég var á sjó fyrir vestan. Krissi var sennilega fyrsti löggueftirlitsupptökumaður Íslands. Þá bjuggu við á Króknum og gamlárskvöldin voru róstursöm. Alltaf gerður aðsúgur að löggustöðinni við Suðurgötu. Gamlárs, eftir fermingu tók Krissi lætin upp... já og viðbrögð löggunnar. Í þá daga hafði löggan alræðisvald... að eigin áliti... svona rétt eins og sumar vitgrannar löggur halda enn í dag. Nema hvað þegar löggustjórinn frétti af að það væri til filma af kvöldinu var hún gerð upptæk í þágu "rannsóknar hagsmuna". Veit ekki hvort Krissi fékk hana einhvertíman til baka. En rosalega væri gaman að sjá hana í dag. Þetta er sennilega mjög dýrmæt heimild um áramótagleði við löggustöðina á Króknum, líklega árið 1977.
Litlbró hefur stækkað og þroskast sem heimildamyndagerðarmaður og býr í Gautaborg með börnum sínum og Lenu en vinnur hjá SVT í Stokkhólmi. Hann er virtur heimildamyndagerðarmaður sem ég er óskaplega mikið stoltur af. Litlibró er nefnilega reglulega stór.
Kæri Krissi hjartanlega til hamingju með daginn.

1 Ummæli:

  • Þann 4:24 e.h. , Blogger Kristjan sagði...

    Eg kalladist ekki "Kúturinn" á thessum tíma. "Kiddi Kúluvömb" var thad og mig grunar ad thú hafir eitthvad med thad ad gera. Thakka thér samt línurnar og til hamingju med leikritid. Myndin kom aldrei tilbaka. Eg reyndi ad fá hana en löggan sagdi ad hún væri horfinn. I dag hefdi ég aldrei gefid theim hana en ég vissi ekki betur á thessum árum.

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim