Frábær skíðaferð
Komum í nótt, aðfaranótt laugardags, heim til Sundom. Vorum í viku vetrarfríi í Hemavan/Tärnaby í Svíþjóð. Frá Tärnaby koma margir af bestu skíðamönnum Svía, t.d. Ingemar Stenmark og Anja Pärson. Þarna eru frábærar skíðabrekkur, langar og brattar, stuttar og byrjendavænar og allt þar á milli. Gönguskíðabrautirnar skilst mér að séu sérlega skemmtilegar. Auðvitað eyddum við mestum tíma í brekkunum, við... þá á ég við börnin og mig. Petra fór líka aðeins og er miklu betri en hún trúir sjálf.
Við vorum í litlu húsi og það fór vel um okkur, eldhús, stofa, tvö herbergi, góða sturta, hiti í gólfinu og þurkofn. Hemavan er bara uppbyggt í kringum skíðabrekkurnar. Varla þorp í þeim skilningi að þar búin ákveðinn fjöldi fólks að staðaldri. Þetta eru hótel og smáhýsi, veitingastaðir, búðir og pöbbar... í alveg æðislegu umhverfi. Til Tärnaby er svo um 19 km. þar er smá bæjarkjarni. Lyftukort eru sameginleg og innifalin ferð með rútu á milli... vilji maður nýta sér brekkur á báðum stöðum.
Veðrið lék líka við okkur. Glampandi sól og heyðskírt alla dagana. Kalt á næturnar og svo hitaði sólin upp á daginn. Gat ekki verið betra. Hins vegar geisaði snjóstormur í Vasa á meðan við vorum á skíðum í Svíþjóð. Mikið laust snjóefni fyrir 20 sekútumetrana að draga í skafla og snjóaði mikið með. Elstu menn muna ekki eftir svona veðri. Þetta var sem sagt þessi íslenski snjóstormur. Það er allt á kafi. Lasse vinur minn Hjelt sem hugsaði um hest og kött fyrir okkur sá um að heimkeyrslan var rudd svo við kæmumst að húsunum. Sem betur fer en það verður nóg að moka um helgina.
Við vorum í litlu húsi og það fór vel um okkur, eldhús, stofa, tvö herbergi, góða sturta, hiti í gólfinu og þurkofn. Hemavan er bara uppbyggt í kringum skíðabrekkurnar. Varla þorp í þeim skilningi að þar búin ákveðinn fjöldi fólks að staðaldri. Þetta eru hótel og smáhýsi, veitingastaðir, búðir og pöbbar... í alveg æðislegu umhverfi. Til Tärnaby er svo um 19 km. þar er smá bæjarkjarni. Lyftukort eru sameginleg og innifalin ferð með rútu á milli... vilji maður nýta sér brekkur á báðum stöðum.
Veðrið lék líka við okkur. Glampandi sól og heyðskírt alla dagana. Kalt á næturnar og svo hitaði sólin upp á daginn. Gat ekki verið betra. Hins vegar geisaði snjóstormur í Vasa á meðan við vorum á skíðum í Svíþjóð. Mikið laust snjóefni fyrir 20 sekútumetrana að draga í skafla og snjóaði mikið með. Elstu menn muna ekki eftir svona veðri. Þetta var sem sagt þessi íslenski snjóstormur. Það er allt á kafi. Lasse vinur minn Hjelt sem hugsaði um hest og kött fyrir okkur sá um að heimkeyrslan var rudd svo við kæmumst að húsunum. Sem betur fer en það verður nóg að moka um helgina.
2 Ummæli:
Þann 1:36 e.h. , Nafnlaus sagði...
Þetta hljómar mjög vel. Það væri gaman að komast á svona stað einhvern tímann.
bestu kveðjur í snjóinn úr rigningunni hérna.
Heiðar, Fríða og Hákon Árni
Þann 5:30 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Þetta er ódýrasta skíðasvæði á norðurlöndum. Þangað sækja Finnar og norðmenn en svíarnir fara aftur meira til Åre. Stór flugvöllu á svæðinu beint frá Stokkhólmi sexdaga vikunnar. Bara að pakka.
Takk fyrir kveðjuna frændi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim