Stefán Sturla Sigurjónsson

14 mars 2010

Eftirskjálfti í rénun

Er nú ekki að blogg á hverjum degi... meira svona að slappa af. Ná mér í orku og losa hugan við Græna landið. Sem er nú á sýningaferðalagi um austurbotn Finnlands. Það gengur æðislega vel. Allar sýningar troð uppseldar. Græna landið kemur svo aftur á fjalirnar í Wasa teater um miðjan apríl. Nú reini ég að vera sem mest með fjölskyldunni og sinna hestinum Sikli. Hann er allur að vakna... orðin þægilegasti fjölskylduhestur. Þægur og rólegur en hægt að peppa hann svolítið upp þegar ég ríð honum, án þess að hann láti það koma niður á rólegheitunum með krökkunum.
Í gær, laugardagskvöld, vorum við á frumsýningu á Narníu, í Wasa teater. Flott ævintýri fyrir fjölskylduna. Eitthvað fyrir leikhúsin á Íslandi að skoða.

2 Ummæli:

  • Þann 6:15 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sæll félagi - takk fyrir uplýsingarnar sem þú sendir mér um daginn ég vona að þær komi að góðum notum fyrir þann sem ég var að fá þær fyrir. Segðu mér eitt Stebbi, hvað ert þú með marga hesta á húsi.

    Kveðja
    abs

     
  • Þann 8:24 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Allt of fáa... var með fjóra í byrjun vetrar. Búinn að selja þrjá... fyrir aðra. Svo það er bar hann Sikill sem Adam og Anna eiga á húsi. Í sumar kemur svo Hara 3.v. frá Miðsitju sem ég keypti folald.
    Kveðja SSS

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim