Spennandi tilraun.
Nú er alveg ljóst að Wasa teater mun ekki sýna sýninguna Græna landið sem ég leikstýrði, í haust. Þrátt fyrir mikla aðsókn er ákveðið að hætt að sýna 29. apríl í leikhúsinu. Síðan fer Græna landið líklega á tvær leiklistahátíðar í maí og júní. ÅST-hátíðina á Åbo 10. til 12. maí og síðan líklega á Hangö-festivalet 6.-13. júní. Eftir það mun leikhúsið ekki gera meira með sýninguna. Okkur sem stöndum að Græna landinu finnst það skrítin ákvörðun, sérstaklega í ljósi þess að eftirspurnin er mikil. Ég er því búinn að setja í gang nokkur tannhjól. Sem eru byrjuð að snúast. Fyrst er að fá sýninguna á leikhópsins ábyrgð og kosnað frá leikhúsinu. Þetta yrði samstarfsverkefni við leikhúsið, þar sem það á sýninguna. Hugmyndin er að við fáum hana með manni og mús endurgjaldslaust og skiluðum henni í leikhúsið aftur að ári... eða fyrr. Algerlega án fjárhagslegrar skuldbindingar leikhússins. Þetta ætti ekki að vera svo erfitt vegna þess að allir leikarar sýningarinnar eru lausráðnir við leikhúsið, þ.e. bara ráðnir í þessa sýningu, tæknimaðurinn líka. Það er sem sagt bara einn tæknimaður við sýninguna og svo þarf einn sviðsmann, sem yrði þá ég. Hönnun leikmyndar og lýsingar eru unnar með leikferðir í huga. Hugmyndin er að fara með sýninguna í leikferð um sænskumælandi Finnland og Svíþjóð í haust.
Hvort af þessu tilraunasamstarfi aðstandenda sýningarinnar og leikhússins verður, ræðst fyrir páska.
Hvort af þessu tilraunasamstarfi aðstandenda sýningarinnar og leikhússins verður, ræðst fyrir páska.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim