Stefán Sturla Sigurjónsson

09 apríl 2010

Draumráðning tak...

Undarlegur draumur sem mig dreymdi nýlega.
Þannig var að mér þótt sem ég væri uppá Vatnskarði í Skagafirði, við Valagerði. Handan við ánna við brúna og afleggjarann að Valadal, var búið að reis myndarlega byggð sem ég var ekki viss um hvort væru íbúðarhús eða iðnaðarhús. Lengra inn með afleggjaranum inn í Valadal var bygging. Þótti mér sem Biggi í Valagerði keyrði um á Lada sport jeppa á heimatúninu... og fór geist. Síðan brunaði hann inneftir Valadals afleggjaranum. En í einni beygjunni steypist bíllinn ofaní ánna en sjálfur nær Biggi að henda sér út úr honum en lendir í ánni og öslar í land hinumegin. Ladan hins vegar fer með straumnum og við Biggi á sitthvorum bakkanum, reinum að fiska hana upp úr ánni. Í einni straumkviðunni skemmist vinstra frambrettið en er þá Ladan orðin að wolsvagen bjöllu... Þegar við komum að nýju byggingunni við ánna, er það flott klósettaðstaða fyrir ferðamenn. Flísalagt í hólf og gólf og mjög fínt. NEMA að það eru allar handlaugar fullar af mannaskít... í allskonar formum (geðslegt). Ég man ekki eftir að það hafi verið neitt svo vond lykt þarna inni, bara mannar í handlaugunum. Eg fór sem sagt að pissa og síðan að þvo hendurnar. Kemur ekki þá hin huggulegasta kona inn og með henni ung dóttir hennar. Þær eru glaðar og málgefnar, segja mér frá því að þær séu í sumarhúsi. Það sé frekar kalt og það sé trekkur á fæturna í húsinu. Einhvern vegin fannst mér hún vera að tala um að trekkurinn væri þegar þær lægu í rúmminu. Velti fyrir mér af hverju þær breiddu ekki sængina yfir sig. Á meðan samtalinu stóð var ég að reina að þvo mér um hendurnar með sápu sem var eins og vax, bara storknaði á höndunum. Og svo rak ég mig alltaf í mannanna í vaskinum. Móðirin huggulega, sagði að líklega hefði fólk farið að gera þarfir sínar í handlaugarnar þegar vatni fór... en það væri skrítið að það væri ekki búið að þrífa. Hún sagði að þessi klósettaðstaða hefði alltaf verið sérlega vel þrifin öll árin sem hún hefði komið í sumarhúsið... af norsku stúlkunni sem væri í Valagerði. Svo fóru þær út og ég hélt áfram að reina að þvo mér með stífa vaxinu og rak hendurnar stöðugt í skrítinn skítinn.

3 Ummæli:

  • Þann 12:09 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sæll meistari,

    Já það er ekki hægt að segja annað um þig karlinn minn að þú ert jafn frjór í vöku sem svefni - en það sem ég veit að er rétt í þessum draumi er Kristján Gizzurar er búinn að byggja nýtt og flott hús á gamla bæjarstæðinu í Valadal.
    kv.abs

     
  • Þann 12:27 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Vissi af því Björninn minn. Hann keypti dalinn þega hann seldi hillubúðina sína. Við ættum að gera ferð í dalinn næst þega ég verð á klakanum...

     
  • Þann 1:50 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    sko samkv. draumur.is þá er þetta sagt um vax : Að skafa vax eða hnoða það í höndum sér er fyrir óþægindum sem þú verður fyrir sakir tillitsleysi og þröngsýni annarra.

    En svo hef ég alltaf heyrt að dreyma skít (og sérstaklega ef þú ert í/kemur við hann) sé fyrir miklum peningum :D

    Þín Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim