Stefán Sturla Sigurjónsson

06 apríl 2010

Eggjaleit

Hversdagurinn byrjaður aftur eftir páskasúkkulaðið... púff, þvílíkt át. Lambarlærið á páskadag var frábært. En dagurinn byrjaði á hefð sem við höfum skapað okkur í þessari fjölskyldu, allt frá Söndru til Önnu... að fela páskaeggin og leitaleik, ini og úti. Til að hanna leikinn þarf ég að rífa mig upp áður en allir vakna, skrifa gátu-vísbendingar-ljóð eða hendingar. Allt á íslensku. Fela eggin og miðana. Allt áður en spenntir krakkar vakna, sem sagt um há nótt. Ég veit að ég gæti gert þetta löngu áður... að minnstakosti yrkja og skrifa, en þá hverfur páskahefðin í einhverja skipulagningu... Síðan þurfa krakkarnir að leita. Ég held alltaf að ég sé svo sniðugur og að þetta sé allt of erfitt hjá mér... en nei. Næsta ár skulu þau sko þurfa að hafa fyrir því að finna eggin... hehehehe...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim