Stefán Sturla Sigurjónsson

15 apríl 2010

Borgiði... annars!

Það er mikið rætt um eldgosið í Eyjafjallajökli á norðurlöndum. Enda mikið í húfi. Af fréttum að dæma er þetta að minnstakosti 20 sinnum meira gos en "túrhestagosið" á Fimmvörðuhálsi. Nú er hætta á ferðum og alvara málsins er mikil. Það skynja norðmenn og svíar, því flug til norðurhéraða þessara landa liggur niðri vegna ösku frá eldgosinu á Íslandi. Ég talaði við Bogga Garðarsson í morgun. Hann var í sambandi við leikhúsframleiðanda í Helsinki um Græna landið. Þar barst á tal, að sjálfsögðu, eldgosið. Boggi sagði að það sem rætt hefði verið um var að hættan á að flug til norðurlanda lokaðist væri raunveruleg. Þá sagði Boggi. "Íslendingar eru öflugir, þið trúið ekki að við getum stjórnað heiminum. Ef þið borgið ekki það sem þið lofuðuð til að efla hagkerfið, þá lokum við flugi til Evrópu, landvættirnir eru með okkur".

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim