Stefán Sturla Sigurjónsson

03 maí 2010

Teater Loki


Í tilefni dagsins, vakri hefði orðið 74 ára í dag 3. maí.
S.l. fimmtudag var síðasta sýning á Græna landinu í Wasa teater. En sýningum er ekki lokið. Græna landið hefur verið valið til að fara sem sýning Wasa teater á Åst region teaterdagana í Paragas. Sýnum þar þann 11. maí. Síðan hefur sýningin verið valin á leiklistahátíðina Hangö teatertreff, munum væntanlega sýna þar þann 11. júní... En sagan er ekki öll. Ég ásamt leikurum sýningarinnar náðum samkomulagi við leikhúsið um að fá að halda áfram með sýninguna á okkar kostnað og ábyrgð. Við þurfum ekki að greiða fyrir afnot af uppsetningunni enda er þetta samstarfssamningur, einskonar framlenging á leikferð sem við berum kostnað af. Við höfum stofna um þetta verkefni leikhópinn "Teater Loki". Fyrstu sýningar okkar verða í Borgå 1. 2. og 3. júni. Síðan erum við að vinna í að komast inn í leikhús í Helsinki og sýna þar í ágúst og september. Við munum að öllum líkindum sýna í teater Pero í Stokkhólmi 22. 23. og 24. ágúst. Lengra erum við ekki komin með skipulagið, enda samningurinn glóandi heitur. Erum þó að vinna í að ná samstarfsamningi við leikhús í Svíþjóð til að fara í leikferð þangað næsta haust...
Góð frétt á fæðingadegi Jóa vakra.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim