Laun ekki greindarvísitölutengd.
Haft er eftir Sigurði Einarssyni fyrrum stjórnarformanni Kaupþingbanka í skýrslutöku hjá nefndinni að ef menn hefðu talið að bankarnir væru of stórir þá hefðu menn átt að segja það; „Þá áttu menn að kalla mig sem stjórnarformann, eða stjórn bankans inn á teppi í ráðuneytinu eða í Seðlabankanum og segja: "Þið eruð orðnir of stórir, þið verðið að gera eitthvað í þessu." Og þá hefðum við gert eitthvað í þessu (...). En það var ekki eitt orð um þetta hvorki frá Seðlabanka, eftirliti eða ráðuneyti. (...) svona eftir á að hyggja, þá áttum við auðvitað að vera búin að koma þessum banka úr landi,“ sagði Sigurður.
Í athugasemd við grein um þetta á visir.is skrifar Árni Þór Hlynsson; þú ert með 70 hagfræðinga í vinnu hjá bankanum, heila greiningadeild til að lesa í hagtölur og ætlar að bera því við að eftirlitsstofnanir hafi ekki sagt þér frá því að efnahagskerfið réði ekki við að bakka þig upp. Ljóst má vera að laun þín hafa ekki verið greindarvísitölutengd!
Hættu að bulla og viðurkenndu mistök þín. Komdu hreint fram, segðu sannleikann og vertu ögn meiri maður fyrir vikið.
Í athugasemd við grein um þetta á visir.is skrifar Árni Þór Hlynsson; þú ert með 70 hagfræðinga í vinnu hjá bankanum, heila greiningadeild til að lesa í hagtölur og ætlar að bera því við að eftirlitsstofnanir hafi ekki sagt þér frá því að efnahagskerfið réði ekki við að bakka þig upp. Ljóst má vera að laun þín hafa ekki verið greindarvísitölutengd!
Hættu að bulla og viðurkenndu mistök þín. Komdu hreint fram, segðu sannleikann og vertu ögn meiri maður fyrir vikið.
3 Ummæli:
Þann 10:02 f.h. , Nafnlaus sagði...
Sæll meistari og til hamingju með síðasta vetrardag :)
Ég er sammála þér í þessari grein en það á bara að handtaka hann eins og svo marga aðra sem tengdust þessum bönkum fyrir hrun.
Er ekki annars allt gott að frétta.
kv.abs
Þann 3:09 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Allt gott kæri vin.
Vorið komið.
Erum að ganga frá samningum um Græna landið. Spennandi möguleikar í gangi um sýningar næsta vetur á því. Skrifa um það á bloggið um leið og málin skírast.
Þann 6:28 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hæ aftur,
Þú talar um að launin hafi ekki verið greindarvísitölutengd - það er ósköp eðlilegt því að þessir kallar voru með greindarvísitölu undir stofuhita.
kv.abs
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim