Stefán Sturla Sigurjónsson

17 apríl 2010

Eko...logist

Hér eins og annarstaðar snýst allt um ösku frá Eyjafjallajökli. Allir þekkja einhvern sem er strandglópur einhversstaðar í heiminu. Þetta snýst sem sagt um ferðamenn um allan heiminn. Bílaleigur og lestakerfin græða á tá og fingri. Leigubílstjórar eru að keyra fólk í sólahringa til síns heima um þvera og endilanga evrópu. Frétt í Aftobladet segir að kona ein borgaði 38,000 sænskar krónur fyrir far heim með leigubíl. Þetta er um 672,600 ísl krónur. Hún er dýr heimferðin um þessar mundir. Ég var hins vegar að koma tómata– og gúrkufræum í mold í dag. Stakk líka upp beðin bæði í gróðurhúsinu og úti, og blandaði hrossaskít í þau. Sái kartöflum og radísum og allskona... í maí. Er að spá í að fá mér nokkrar kindur. Vera með sjálfþurftarbúskap. Ekologíst og skemmtilegt. Kanski hænur líka...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim