Að glíma við bók
Ég er að glíma við bók. Saga sem ég er búin að ganga með lengi, í mörg ár. Kannski tíu, kannski tuttugu, kannski alla ævi... ég veit það ekki. Gamli sjómaðurinn í skúrnum sínu og ungi drengurinn ræða málin. Þetta er upprifjun drengsins...
Mig langar til að deila með ykkur stuttu niðurlagi úr einum kaflanum:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
– Þetta samdi Jóns Hallgrímsson, veistu hver hann er?
Adam verður hugsi, tálgar og lítur svo á Ægir.
– Neeei... hann á minnstakosti ekki heima í mínu húsi.
– Jónas var skáld... mikilmenni, en hann dó... ungur. Löngu áður en ég fæddist.
– Var eitthvað til þá?
– Já, já kunningi. Jónas Hallgrímsson var jafn gamall afa mínum.
– Átt þú afa?
– Já.
– Ég á líka afa.
– Afi minn er dáinn fyrir löngu síðan.
– Ekki minn, hann heitir Adam eins og ég.
Það má merkja stolt í röddinni. Stolt yfir að afinn skuli heita sama nafni og hann. Ægir brosir, já afinn heitir eins og Adam. Sögurnar sem eru sagðar hlaðast inn og geymast, þar til minningarnar kalla þær fram aftur.
– Eitt sinn seint um kvöld, þegar Jónas gekk upp stigann heima hjá sér rann hann til og datt. Hægri fóturinn brotnaði en Jónas komst inn til sín. Um morguninn lét hann flytja sig í Friðriksspítala. Þar var fóturinn skoðaður, og stóðu beinin út úr sárinu. Læknarnir löguðu brotið og bundu um sárið, en Jónas lá grafkyrr og las í bók á meðan. Fjórum kvöldum seinna, þegar yfirlæknirinn skoðaði fótinn á Jónasi, sagði hann við aðstoðarmenn sína, ”tækin verða að bíta í fyrramálið, við þurfum að taka af lim”.
– Af hverju þurfti að taka af lim?
– Læknirinn sá, að drep var komið í fótinn. Jónas vakti alla nóttina og las skemmtisögur. Um morguninn bað hann um te og drakk það, síðan dó hann. Rétt áður en taka átti af honum fótinn.
– Mamma segir að ég eigi aldrei að hlaupa í stiganum.
Mig langar til að deila með ykkur stuttu niðurlagi úr einum kaflanum:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
– Þetta samdi Jóns Hallgrímsson, veistu hver hann er?
Adam verður hugsi, tálgar og lítur svo á Ægir.
– Neeei... hann á minnstakosti ekki heima í mínu húsi.
– Jónas var skáld... mikilmenni, en hann dó... ungur. Löngu áður en ég fæddist.
– Var eitthvað til þá?
– Já, já kunningi. Jónas Hallgrímsson var jafn gamall afa mínum.
– Átt þú afa?
– Já.
– Ég á líka afa.
– Afi minn er dáinn fyrir löngu síðan.
– Ekki minn, hann heitir Adam eins og ég.
Það má merkja stolt í röddinni. Stolt yfir að afinn skuli heita sama nafni og hann. Ægir brosir, já afinn heitir eins og Adam. Sögurnar sem eru sagðar hlaðast inn og geymast, þar til minningarnar kalla þær fram aftur.
– Eitt sinn seint um kvöld, þegar Jónas gekk upp stigann heima hjá sér rann hann til og datt. Hægri fóturinn brotnaði en Jónas komst inn til sín. Um morguninn lét hann flytja sig í Friðriksspítala. Þar var fóturinn skoðaður, og stóðu beinin út úr sárinu. Læknarnir löguðu brotið og bundu um sárið, en Jónas lá grafkyrr og las í bók á meðan. Fjórum kvöldum seinna, þegar yfirlæknirinn skoðaði fótinn á Jónasi, sagði hann við aðstoðarmenn sína, ”tækin verða að bíta í fyrramálið, við þurfum að taka af lim”.
– Af hverju þurfti að taka af lim?
– Læknirinn sá, að drep var komið í fótinn. Jónas vakti alla nóttina og las skemmtisögur. Um morguninn bað hann um te og drakk það, síðan dó hann. Rétt áður en taka átti af honum fótinn.
– Mamma segir að ég eigi aldrei að hlaupa í stiganum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim