Stefán Sturla Sigurjónsson

21 apríl 2010

Við borgum ekki, við borgum ekki!

Nokkrir víkingar ganga um og fá lánað fyrir gullklæðum sem þeir eru að láta vefa, meðan þeir stela úr rassvösum almúgans og selja þeim bíla, hús og allt... á langtímalánum greitt með kredikorti og tryggt í gulli keisarana frá Nóver. Hinn venjulegi landi er svo bláeygður að trúa á þessa hálv...guði, og tilbiður þá. Allir reyna að taka þátt í að vefa gullklæðin sem enginn hefur séð... Víkingarnir eyða sparifé landa sinna og tæma gullkistur hundanna þriggja sem þeir fá fyrir að vökva réttlætistré nornarinnar Daníð, sem les nornasálma í kórónu réttlætistrésins. Þegar kyssturnar þrjár undan hundunum, Frelsi sem er með lítil augu eins og sannleikur, Von sem er með stór augu eins og ágirnd og Græðgi sem er með risa augu eins og afneitun, hafa verið tæmdar, fara hundarnir af stað og til að fylla kisturnar aftur. Og nornin Daníð er hætt að lesa sálma í rettlætistrénu og byrjuð að skrifa þá fyrir dómarana sem eiga að dæma réttlætið af sanngirni. Þjófarnir eru dæmdir eftir reglunni allir eru jafnir... en sumir eru misjafnir... og fá að halda áfram að stjórna vaxtarsprotum réttlætistrésins. Hálvitinn sem gólar að það séu engin gullklæði til og að réttlætinu sé misskipt, er dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir yfirgang, lygi og læti. Ráðherrar ríkisins sem áttu að passa þjóðina... en sátu bara og boruðu í nefið meðan gráðugir víkingarnir settu landann í gapastokk... fá tveggja ára fangelsi fyrir heimsku. En sleppa ef þeir láta nornina Daníð í friði þar sem hún situr og spinnur sinn vef í réttlætistrénu. Þá öskrar landið og spúir eldi og eimyrju yfir heiminn uns nornin Daníð og allt hennar hiski brennur í gígnum siðferði.

Er þetta farsi eftir Dario Fo?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim