Skráðu kvöldi 19. maí í Íslensku Óperuna
Frá því á sunnudaginn hefur Guðni Franzson verið í Vasa að undirbúa sinfóníuhljómsveit Vasa fyrir tónleika sem hann stjórnaði í gærkvöldi, 7. maí og verða endurteknir í Íslensku Óperunni 19. maí. Gærkvöldið var undanfari þess að hlómsveitin kemur á listahátíð í Reykjavík. Á tónleikunum söng Jorma Uotinen nokkur lög sem eru útsett af Petri Ikkelä. Útsetningarnar voru frábærar og Jorma, sem betur er þekktur sem listdansari – stjórnaði m.a. dansinum í "Baldri" hinni frábæru uppsetningu í Laugardalshöllinni þegar Reykjavík var menningahöfuðborg, já Jorma gerði þetta eftirminnilega flott og skemmtilega. Hvett alla til að fara í Íslensku Óperuna þann 19. maí. Enginn ég lofa ENGIN verður svikinn af því.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim