Stefán Sturla Sigurjónsson

04 júní 2010

Dagur fjölskyldunnar

Indislegur dagur, þessi 4. júní. Þá fæddist mín heitt elskaða Petra. Það gerðist langt í burtu frá Íslandi, handan við höf og fjöll í landi Kalevala, landinu sem eignaði sér jólasveininn. Petra gerði það líka og flutti hann með sér til Finnlands... þessi elska. Ég mundi fylgja henni allt til enda verldar og til baka aftur. Ég átti nú reyndar heima við enda veraldar og þangað fylgdi hún mér, svo þessi ferð hefur verið stutt, létt og spennandi. En dagurinn er ekki bara stór vegna þess að við Petra nálgumst hratt stóra daginn þegar við fyllum 100 árin sameginlega... nei ekki bara þess vegna, heldur vegna þess að okkar kæra Sólveig lauk námi við Iðnskólan í dag, hún bauð í veislu sem stórasystir Sandra, hjálpaði henni með. Svo liggur leiðin til Barcelóna í haust, í framhaldsnám í fatahönnun.
Óóóó ég er að rifna af stolti. Stelpurnar mínar... hafa gert mig svó óskaplega stoltan. Svo eru það Adam minn og mín litla Anna sem mættu í síðasta skóladagin í dag. Á morgun er svo skólaslit hjá þeim.
4. júní er dagur fjölskyldunnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim