Stefán Sturla Sigurjónsson

27 maí 2010

Til hamingju Reykjavík

Besti flokkurinn er sannarlega flokkur fólksins. Nýtt afl. Hvort er betra að segja mikið og efna lítið eða segja lítið og efna mikið? Besti flokkurinn er hugsjón um að eitthvað geti breyst um að nýjar ÁHERSLUR geti átt sér stað. Þetta afl er tvímælalaust það besta sem hent hefur í Reykjavík lengi, lengi, lengi. Og mun breyta miklu. Nú reynir á að þeir sem virkilega vilja breytingar sýni það í kjörklefanum á laugardaginn. Ég þekki Jón Gnarr lítilega og veit að þar fer mikill fagmaður, andans maður og mikill réttlætissinni. Fáum treysti ég betur til að taka ákvarðanir sem koma þeim sem hallar á í borginni, betur en Jóni Gnarr. Hann er ekki sérfræðingur á öllum sviðum og veit það. Hann mun því vinna með góðum og öflugum ráðgjöfum, ráðgjöfum réttlætis og sanngirnis. Ekki ráðgjöfum gamallarflokkselítu eða hagsmunasamtaka frjálshyggju og peningavalds.

2 Ummæli:

  • Þann 11:20 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sæll meistari,

    Sonna sonna nú verðum við bara að slaka á - þetta er allt of dýrt spaug kallinn minn og Jón Gnarr jájá
    einmitt hann er bæði latur og líka leiðinlegur og vona ég að hann dragi þetta framboð til baka strax í dag
    og hana nú.

    kv.abs

     
  • Þann 12:58 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Talar heill... blástakkur langnefur sjóræningjaháseti...
    Tími til að kallarnir á árunum taki yfir og láti mafíukrókana sigla sinn sjó...
    ...og hana nú...

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim