Lærlingur
Adam kominn heim frá íþróttahátíðini í Helsinki. Gekk mjög vel hjá þeim komust í milliriðla. Náttúrulega frábært að fara svona einn í ferðalag með gæunum í skólanum. Þarna eru krakkar frá 9 ári til 19 ára. Svo þau kynnast sænskumælandi krökkum frá öllu landinu. Næsta ár verður þessi hátíð 50 ára. Þá ætla ég að fá að koma með og upplifa þessa gleði og orku.
Ég var með reiðnámskeið um helgina. Fullbókað og allir ánægðir. Fór svo sjálfur á bak hesti sem ekki hefur verið riðinn á stökki í mörg ár, því eigandir þorir ekki að ríða hratt. Klárinn lagstur í lull og var hættur að brokka. Við unnum í að losa um brokkið. En stökkva vildi klárinn ekki. Eftir að námskeiðinu lauk fór ég sem sagt á bak og ætlaði að fá hann til að stökkva. Klárinn algerlega jafnvægislaus og þegar ég loks fékk hann til að losa sig úr tvítaktahreifingunni klikkaði vinstri lærvöðvinn minn. Það munaði engu að ég hrindi af baki, tapaði öllu jafnvægi smá stund.
Svo nú er ég með rifinn/sáran lærvöðva sem þarf smá kvíld til að gróa. Klaufi... verst samt að vita ekki hver klaufagangurinn var!
Ég var með reiðnámskeið um helgina. Fullbókað og allir ánægðir. Fór svo sjálfur á bak hesti sem ekki hefur verið riðinn á stökki í mörg ár, því eigandir þorir ekki að ríða hratt. Klárinn lagstur í lull og var hættur að brokka. Við unnum í að losa um brokkið. En stökkva vildi klárinn ekki. Eftir að námskeiðinu lauk fór ég sem sagt á bak og ætlaði að fá hann til að stökkva. Klárinn algerlega jafnvægislaus og þegar ég loks fékk hann til að losa sig úr tvítaktahreifingunni klikkaði vinstri lærvöðvinn minn. Það munaði engu að ég hrindi af baki, tapaði öllu jafnvægi smá stund.
Svo nú er ég með rifinn/sáran lærvöðva sem þarf smá kvíld til að gróa. Klaufi... verst samt að vita ekki hver klaufagangurinn var!
1 Ummæli:
Þann 8:57 e.h. , Nafnlaus sagði...
Æj elsku pabbi minn, vona að þér sé farið að líða betur.
Þín Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim