Stefán Sturla Sigurjónsson

06 júní 2010

Áttu þægan töltara?

Afmælishelgi í sól og sælu í Sundom á enda. Þakka öllum sem hafa send kveðjur og pakka til okkar. Í gær var dvd kvöld hjá okkur. Horfðum á Bjarnfreðarson sem við fengum frá Söndru, Sollu og Haffa. Svo var pakkinn fullur af íslensku nammi og harðfiski. Flott mynd gott nammi og næs með fjölskyldunni. Krakkarnir komnir í sumarfrí svo nú fara þau á hestbakk á hverjum degi. Frjálsíþróttaskóli á morgnana og hestbak eftir hádegi.
Í vikunni vona ég að ég komist i að byggja veröndina sem ég ætlaði að vera búinn að smíða fyrir löngu. Þarf að fara að klára hana.
Er að leita að þremur góðum fjölskylduhestum, fyrir óvön börn. Alþægum, tölturum fyrir reiðskóla sem er að byrja í Närpes. Þarf að fá hestana til Finnlands í ágúst. Sendiði mér endilega upplýsingar á stefan.sturla@netikka.fi ef þið vitið um svona hesta. Ekki sofandi leti-eltihesta og enga leynda kvumpni.

1 Ummæli:

  • Þann 12:12 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Gott að ykkur líkaði myndin og nammið... :)
    Þetta verður skemmtilegt sumar hjá ormunum mínum, hlakka til að koma til ykkar í júlí
    RISA knús frá Höfn
    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim