Hún mamma er snilli.
Hún mamma mín á afmæli í dag. Hún er á besta aldri eins og sést á hve dugleg hún er á fésbókinni. Ekki er ég búinn að skrá mig þangað og taka þátt í því fjölþjóðlega netsamkomukerfi sem þar er að tröllríða heiminum. Mamma er ákaflega listræn kona. Hún fór í húsmæðraskólann að Varmalandi og lærði þar undirstöðuna fyrir lífið. Mörgum árum seinna fór Sandran mín sömu leið, í húsmæðraskólann í Reykjavík. Þessir skólar heita örugglega eitthvað annað í dag... örugglega "rekstrar..." eitthvað. Þar lærði hún mamma mín örugglega margt... og þar varð ég til! Og átti að verða 20 ára afmælisgjöfin hennar, en eitthvað brást starfræðin... eða að ég var aðeins of ör og of fljótur á mér... sem stundum hefur komið fyrir... og sem sagt kom í heiminn viku fyrir afmælið hennar mömmu. Á Varmalandi lærði mamma líka að skreyta veisluborð og það gera fáir betur en hún. Jólaborðið hennar mömmu er einstakt... og hvað sem þið segið þá skreytir engin mamma eins og mamma... þannig er það... og hana nú!
Eitt sinn þegar við bræður vorum ögn yngri en við erum nú, biðum við spenntir eftir að vera kallaðir að jólaborðinu. Inn í eldhús fengum við ekki að koma fyrr en klukkan sló sex. Þá stormaði líka gleðisveitin að borðinu sem var hlaðin góðgæti og skreytt að hætti mömmu. Finnur... eða var það Krissi??? man það ekki alveg... en það skiptir heldur ekki máli hvor þeirra þetta vara... þeir eru báðir svona... sérstakir... eða þannig. En sem sagt annar þeirra snar stoppar þegar hann sá skreytt veisluborðið og varð alveg miður sín... Síðan stamaði hann með lélegu err hljóði... "Hvað engin súlmjólk...?
Elsku mamma til hamingju með daginn... hann el alltaf þinn bala þinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim