Stefán Sturla Sigurjónsson

02 september 2008

Kominn í Skgafjörðinn og búinn að draga að mér skagfirsku sveitalofti og drekka besta vatn í heimi... Fyrsti samlestur á Pétri Pan sem ég ætla að fara að setja upp með Leikfélagi Sauðárkróks er í kvöld en ég hitti hópinn í gærkvöldi. Frumsýning þann 18. október.

Í vikunni kemur Vignir Jó norður og stoppar í tvo daga. Við ætlum að vinna í Bláa hnettinum, sem við setjum upp í borgarleikhúsi Vasa eftir áramótin. Ég leikstýri og hann gerir leikmynd og búninga.

Um helgina ætla ég með pabba og Steina "bróður" út í Hvallátur ef veður leifir. Steini býr á Reykhólum og á þar bát sem við förum á út í eyjar. Þá fær maður söguna beint í æð, því þar eru þeir bræður fæddir og aldir upp fyrstu ár ævinnar eða þar til pabbi þeirra dó úr lungnabólgu þegar pabbi var 7 ára gamall.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim