Raport
Ferðin til Íslands var skemmtileg. Við fengum indislegt veður flesta dagana. Er hægt að biðja um meira frá veðurguðinu? Við byrjuðum í Skerjafirðinum og vorum þar í indislegu húsi Ragnheiðar Tryggvadóttur og Jóns Hjartarsonar leikara. Í garðinum var trampólín sem yngstakynslóðin notaði óspart og kettirnir tveir á heimilinu veittu okkur innsýn í félagslegt líf katta. Ekki hægt að segja að þeir væru vinir en bjuggu í sama húsi. Annar var partýljón og fór út á kvöldin og kom ritjulegur heim undir morgun. Það tók hann allan dagin að laga sig og sleikja, koma sér í gott lag fyrir kvöldið. Hinn þyngri í skapi og virðulegri, heimakær og styrtilegur til fara, hann hafði greinilega óbeit á frjálslegu líferni félaga síns.
Síðan lá leiðin í sumarbústað með afa litla og ömmu Dóru austur í Eystra-Fíflholt. Tíkin Týra var tekin í helgra dýra tölu og kúasmölun iðkuð af ungstu meðlimum fjölskyldunnar. Flytja í sveit og hafa dýr var ákveðið af þeim, sem hefur verið draumur pabbans frá kornabarnaaldri. Frá bústaðnum var keyrt daglega á Landsmót hestamanna á Hellu. Þar vorum við með tjaldvagninn okkar (sem er til sölu) sem einskonar bækistöð. Ég get ekki annað en dáðst að hestakosti okkar íslendinga og knaparnir frábærir sýnendur. Ræktunarhrossin alveg frammúrskarandi og gaman að sjá hverrsu stórt skref hefur verið stigið í íslensku hrossaræktinni sl. áratug. Hins vegar get ég ekki sagt að skipuleggjendur þessa Landsmóts hafi fylgt eftir þeim vexti, áhuga og atvinnumennsku sem ætti að einkenna svona mannmargt mót. Meira var lagt upp úr að ala fólki á mótsvæðið, að slá met í aðsókn. Þetta var alfarið á kostnað skipulags mótsins. Allir þeir sem komið hafa að skipulagningu samkoma þar sem mikill fjöldi manna kemur saman veit að aðal áhersla á að vera að draga að þá sem hafa áhuga á því sem fram fer á mótsvæðinu, halda vörgunum og þeim sem koma bara til að drekka um nætur frá svæðinu, svæðinu þar sem aðrir sova. Að vera ekki með dansleiki í nágrenni við mótsvæðið varð til þess að allt fyllirísfjörið færðist inn á tjaldsvæðin þar sem þeir fáu einstaklingar sem áttu að stýra flæði þar og passa að svefnfriður væri, réðu ekki við neitt. Það er erfitt og vanda samt að stjórna fólki en þeim mun nauðsinlegra að skipuleggja alveg ofan í grunninn hvernig flæði fólksins um svæðið á að vera. Þeir sem kunna vel til verka geta stjórnað þessu flæði ansi vel og markvist. Því miðu mistókst þetta ekki. Skipulag á stjórnun og innkomu sýningaatriða var með því lakast sem ég hef upplifað lengi. Bið eftir að einstaka knapar kæmu inná völlinn og að atriði hæfust, með köllum úr dómpalli voru pínleg. Einkabrandarar nokkura arfalélegra kynna voru eitt það hallærislega á þessu móti. Ég verð að segja að kvennþulirnir báru af í gæðum sem þulir. Einkabrandarar og söguleg fimmaura skítköst ganga kannski á innanfélagsmótum en alls ekki á Landsmóti. Aðstaða tjaldbúðagesta var því miður ekki góð og salernismál í mesta ólagi. Hvernig ætli heilbriggðiseftirlitið hefði brugðist við ef þeir sem þar eiga að veita aðhald hefðu séð menn og konur í röðum míga utaní veitingartjaldið, margir á því svæði þar sem maturinn var eldaður? Veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta síðustu þrjá dagana á mótinu, sem betur fer. En fyrstu dagarnir voru erfiðir hestum og mönnum. Ef hreifir vind á þessu svæði fara sandarnir af stað og þetta berangur verður eitt argasta sandvíti. Hestar eru viðkvæmar skeppnur og sandfok eitt það versta sem þeir geta lent í. Skipuleggjendur mótsins og mótsvæðið getur ekki fengið annað en falleinkun. Gaddstaðafletir á Hellu eru ekki framtíðar landsmótssvæði, hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það.
Helgina eftir Landsmótið var svo ættarmót Kirkjubæinga, þ.e. afkomenda Sellu ömmu og Stefáns afa á Kirkjubæ. Mótið haldi í Minni Borg í Grímsnesi í stöðugri rigningu en blíðu veðri. Þar skein sólin í hjörtum. Sumir að hittast í fyrsta sinn hjá öðrum voru sambönd styrkt. Þessir dagar voru indislegir og til sóma fyrir gömluskörin sem skipulögðu og hvöttu til þessarar samkomu. Nú verðum við að halda þessu við og gera að reglulegum hittingi stórfjölskyldunnar. Helst annað hvert ár, aðra helgina í júlí.
Ferðinn heim til Finnlands þriðjudaginn 15. júlí gekk vel. Reyndar fengum við okkur að borða á Arlanda sem ætti ekki að vera í frásögu færandi. Nema að við ætluðum að splæsa svolítið á okkur og fórum á "betri" veitingastað. Pöntuðum góðan mat sem enginn vildi borða þegar hann kom á borðið nem ég þrælaði honum í mig, bragðvondum og frekar ólistugum. Ég hefði betur gert eins og aðrir fjölskyldumeðlimir og látið matinn eiga sig. Ég er loksins búinn að ná mér nokkurn vegin í maganum eftir margar erfiðar rennandi klóstettferðir og ótrúlega verki.
Þetta er nú allt liðið og orðið að minningum en hversdagurinn með 25° hita tekinn við.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim