Stefán Sturla Sigurjónsson

08 maí 2008

Hjóla vor!

Góðan daginn. Hér líður hversdagurinn svo indislega. Vorið komið og blómin að springa út. Hér er vorið eins og íslenska sumarið, nema kannski að lognið er miklu stilltara hérna megin Atlansálanna. Með vorinu fara fuglarnir af stað og börnin taka fram hjólin, sumir fullorðnir líka. Anna prinsessa ákvað að læra að hjóla. Þá uppgötvaðist að hjólið hennar var allt of lítið og hjólið sem hún átti að taka við af Adam var of stórt. Adam fékk nýtt hjól og Anna líka sem passaði henni. Hún var ákveðin í að læra að hjóla en var rosalega pirruð fyrsta klukkutíman að kunna það ekki. Nokkur tár féllu en hún hélt áfram. Markmiðið var að hjóla í leikskólann, helst daginn eftir. Við sömdum um viku. Þá yrði hún að geta byrjað sjálf, bremsað og hjólað niður í móti. Hugurinn var svo mikill að það var hjólað öllum stundum sem gáfust, hjólið tekið með hvert sem við fórum. Og viku seinna hjólaði hún í leikskólann. Þannig að nú er hjólað og hjólað.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim