Gleðilega páska
Páskarnir eru komnir hérna í Finnlandi eins og annarsstaðar á heimskriglunni. Oft velt fyrir mér þessum breytilaga tíma á dánardægri krists. Menn eru svo vissir að hann hafi fæðst og vita uppá hár dagsetninguna. Svo koma páskarnir og þá vita menn hvað gerðist, ekki satt? En dagsetning er töluvert rokkandi milli ára. Skrítið! Eða kannski ekki. Þettu eru dagsettningar á karnivali "heiðinna" manna sem miðast við sól og vor. Hér í Finnlandi fara nornir á stjá um páskana. Litlar nornir flögra á milli heimila á sópi og með könnu. Þá er eins gott að hafa eitthvað gott til að gefa í könnuna. Laugardag fyrir páska eru síðan kveiktar brennur til að flæma nornirna í burtu. Þá fljúga þær til "Blåkulla" Bláufjalla þar sem þær búa.
Okkar hefð er að fela páskaeggin þannig að morguninn fer í að leita þeirra. Svo þessi indislega íslenska hefð með málshættina. Prinsinn og prinsessan fengu tvö stór egg um þessa páska frá Íslandi. Amma Dóra og afi litli sendu risa egg og Sandra Björg keypti egg fyrir okkur, pakkaði og sendi. Þannig að það er nóg af nammi á þessu heimili núna. Já... þið viljið sjálfsagt vita hvaða málshætti við fengum;
Anna: Köld eru kvenna ráð. (úr Njálu)
Adam: Ekki gerir einn Þröstur vor.
Petra: Vinnan göfgar manninn.
Stefán: Góð er bætandi hönd, ill er spillandi tunga.
Okkar hefð er að fela páskaeggin þannig að morguninn fer í að leita þeirra. Svo þessi indislega íslenska hefð með málshættina. Prinsinn og prinsessan fengu tvö stór egg um þessa páska frá Íslandi. Amma Dóra og afi litli sendu risa egg og Sandra Björg keypti egg fyrir okkur, pakkaði og sendi. Þannig að það er nóg af nammi á þessu heimili núna. Já... þið viljið sjálfsagt vita hvaða málshætti við fengum;
Anna: Köld eru kvenna ráð. (úr Njálu)
Adam: Ekki gerir einn Þröstur vor.
Petra: Vinnan göfgar manninn.
Stefán: Góð er bætandi hönd, ill er spillandi tunga.
2 Ummæli:
Þann 4:07 e.h. , Nafnlaus sagði...
GLEÐILEGA PÁSKA :)
Flottir málshættir, ég fékk "enginn er dómari í sjálfs síns sök" Veit ekki alveg hvort það á við því að sjálfsögðu er ég blásaklaus og geri aldrei neitt slæmt ;)
Kossar og knús
Sandra
Þann 1:21 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hæhæ
Gleðilega páska.
Nýju myndirnar alveg frábærar....og Adam ekkert smá vígalegur hehe.
Vonandi var gaman í molpe, og við biðjum kærlega að heilsa öllum.
Sjáumst fljótlega.
Kær kveðja
Sólveig og Hafþór
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim