Stefán Sturla Sigurjónsson

28 febrúar 2008

Svar frá stjórn Leikfélags Akureyrar

Akureyri 28. febrúar 2008
Stefán Sturla Sigurjónsson
Ágæti umsækjandi um stöðu leikhússtjóra LA.
Stjórn LA hefur tekið til umfjöllunar umsóknir um starf leikhússtjóra sem auglýst var 3. febrúar s.l. Um leið og stjórnin þakkar þér þann áhuga sem þú hefur sýnt starfinu tilkynninst hér með að ákveðið hefur verið að ráða annan umsækjanda í stöðuna. Stjórnin óskar þér velfarnaðar á komandi árum.
Stjórn Leikfélags Akureyrar

Hér á eftir eru hugmyndir mínar sem ég sendi stjórn LA:
Hugmyndir að skipulagi og rekstri LA
Fyrir komandi ráðningatíma 2008 - 2011.

Stefnumótunarvinna.
* Nokkrir þættir sem ég vil byrja á að skoða rækilega eftir að ég er búinn að kynna mér nákvæmlega stöðu og listrænastefnu sem fylgt hefur verið á undanförnum árum hjá LA. Nefni nokkra hér að neðan.
* Hvernig hafa leikárin verið hugsuð, þ.e. samsetning verkefna, tímasetning þeirra ect.
* Í hvaða ferli er stefnumótunarvinna fyrir næstu fimm árin.
* Hvaða hugmyndir eru í samstarfi við væntanlegt menningarhús norðlendinga.

Markaðsmál.
* Markaðsmál mun ég skoða sérstaklega. Hef reyndar þá trú að hingað til hafi þau verið einsmanns verk og þurfi því að móta fasta stefnu í þeim málum. Auk þess að nýta sér þá aðferðafræði sem MG hefur fylgt í sinni stjórnunartíð, þ.e. jákvæða ímynd LA, hef ég hugmyndir um sérstaka aðferð í þeim efnum sem ekki hefur verið farin í íslensku leikhúsi enþá.
* Hvað og hvers vegna hlutir hafi gengið og ekki gengið.
* Hverjir hafa verið markhópar einstakra sýninga og hvernig hefur útkoman verið.
* Hvað má betur gera.

Uppstilling leikársins.
* Ég hef hugmynd um að setja upp fjölskylduleikrit um jólin sem sýnt væri mjög þétt frá frumsýningu í byrjun nóvember fram í miðjan janúar í Samkomuhúsinu.
* Vera með stóra frumsýningu í febrúar.
* Ná þannig hámarks nýtingu á sviðin á leikárinu.

Ferðasýning.
* Athuga kosti og galla að fara með ferðasýningu um norðurland.

Höfundasmiðja.
* Athuga möguleika á að koma upp höfundasmiðju í samvinnu við háskólann á Akureyri, með áherslu á höfunda á norðurlandi.

Leikfélögin á norðurlandi.
* Náið samstarf við áhugaleikhúsin á norðurlandi. Sem fellst í eftirfarandi; Bjóða upp á námskeið fyrir tæknifólk, leikara og rekstur og uppsetningu á leikriti.
* Velja áhugamannasýningu norðurlands sem væri sýnd í Samkomuhúsinu á vorin.

1 Ummæli:

  • Þann 1:02 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    flott umsókn...ótrúlega leiðinlegt að þú hafir ekki fengið stöðuna :( En svona er þetta bara.
    En hvernig hafa englarnir það? Addisen orðinn gítarsnillingur? Anna alltaf prinsessan með meiru hehe. Vonandi sjáumst við fljótlega.

    Þín Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim