Stefán Sturla Sigurjónsson

10 febrúar 2008

Um landið leikur ofviðri

Ofviðrið sem gengið hefur yfir Ísland að undanförnu er með eindæmum. Allt á kafi í hvítri slæðu sem á að hylma yfir allt og síðan kemur þíða með roki og rigningu þannig allur saurinn kemur í ljós. Þetta er hádramatískt en um leið algerlaga "abbsúrt" að nokkur geti búið við þessar aðstæður. Að nokkur geti samþykkt þetta. En orkan sem leynist hvarvetna og hið stórbrotna landslag er eitthvað sem gefur lífinu mikið gildi. Allt er þetta svo kómiskt og fáranlegt þegar maður stendur langt fyrir utan og horfir á ofviðrið og ákvarðanir sem enginn ber ábyrgð á. Vil ég þetta? Samþykki ég þetta? Er hægt að leifa þetta? Hver stjórnar þessu? ...eru áleitnar spurningar sem vakna við þessar aðstæður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim