Jóladagur
Gleðileg jól, ættingjar og vinir.
Þann 24. desember komu Max og Siv með strákinn sinn í mat til okkar. Sem sagt tengdó og mágur minn, Björn, borðuðu með okkur jólamatinn. Petra gerði þessa líka æðislegu jólaskinku en ég sá um lambið. Reyndar var þetta svo mikill matur að þótt allt mitt lið, börn, foreldrar og bræður hefði líka setið til borðs hefði maturinn dugað í alla. Það þarf semsagt ekki mikið að elda næstu vikurnar. Jólahefðir eru ákaflega líkar hér og á Íslandi. Aðdragandi jólanna er svolítið annar eða öðruvísi. Þann 1. desember eru litlujólin haldin hátíðleg með gjöfum frá jólatomtinum, sem er einskonar jólaálfur. Það eru skreytt lítil jólatré og mikið um að vera í bænum. Þetta er svolítil líkt Þorláksmessunni á Íslandi. Svo eru allar þessar jólaskemmtanir í skólum og fyrirtækjum en það eru engvir jólasveinar sem koma með í skóinn í Finnlandi, nema náttúrulega til allra íslenskra barna. Þar er nú stór munur. Rétt fyrir jólahátíðina fórum við til Molpe og ráfuðum um skóginn í leit að fallegu jólatré. Sem við fundum náttúrulega. Fallegt lítið sæt tré sem okkur sýndist mundi passa vel í stofuna okkar. En skógurinn er svolítið stærri en stofan og litla sæta jólatréð í skóginum varð að stóra fallega stofustássinu. Sjálfur aðfangadagurinn er upphaf jólanna án þess að þau séu hringd inn klukkan sex eins og á Íslandi. Kringum tréð var ótrúlegur fjöldi gjafa og spenningurinn mikill. Yngstu meðlimir fjölskyldunnar fengu að opna eina gjöf fyrir matinn, siður frá Íslandi. Hér er það reyndar þannig að jólasveinninn kemur með allar gjafirnar í poka og gefur börnum og eldri. Þannig að gjafirnar eru ekki beinlínis merktar frá hverjum þær eru, sem mér finnst svolítil synd því það er nú hluti hátíðarinnar að GEFA, ekki bara að þiggja. Eða það finnst mér. Þennan sið höfum við því ekki tekið upp. Gjafirnar voru af ýmsu tagi, sem betur fer margar bækur og spil. Eitthvað af fötum og Adam fékk gítar en Anna langþráðan rugguhest. Petra fékk ósk sína uppfyllta þegar hún fékk Marimekko náttkjól og ég fékk frá minni heittelskuðu, ferð með fjölskyldunni til Korvatunturri, þar sem jólasveinninn býr. Við förum með lest frá Vasa þann 27. des og komum til baka þann 29. des. Þetta verður náttúrulega bara æði.
Þann 24. desember komu Max og Siv með strákinn sinn í mat til okkar. Sem sagt tengdó og mágur minn, Björn, borðuðu með okkur jólamatinn. Petra gerði þessa líka æðislegu jólaskinku en ég sá um lambið. Reyndar var þetta svo mikill matur að þótt allt mitt lið, börn, foreldrar og bræður hefði líka setið til borðs hefði maturinn dugað í alla. Það þarf semsagt ekki mikið að elda næstu vikurnar. Jólahefðir eru ákaflega líkar hér og á Íslandi. Aðdragandi jólanna er svolítið annar eða öðruvísi. Þann 1. desember eru litlujólin haldin hátíðleg með gjöfum frá jólatomtinum, sem er einskonar jólaálfur. Það eru skreytt lítil jólatré og mikið um að vera í bænum. Þetta er svolítil líkt Þorláksmessunni á Íslandi. Svo eru allar þessar jólaskemmtanir í skólum og fyrirtækjum en það eru engvir jólasveinar sem koma með í skóinn í Finnlandi, nema náttúrulega til allra íslenskra barna. Þar er nú stór munur. Rétt fyrir jólahátíðina fórum við til Molpe og ráfuðum um skóginn í leit að fallegu jólatré. Sem við fundum náttúrulega. Fallegt lítið sæt tré sem okkur sýndist mundi passa vel í stofuna okkar. En skógurinn er svolítið stærri en stofan og litla sæta jólatréð í skóginum varð að stóra fallega stofustássinu. Sjálfur aðfangadagurinn er upphaf jólanna án þess að þau séu hringd inn klukkan sex eins og á Íslandi. Kringum tréð var ótrúlegur fjöldi gjafa og spenningurinn mikill. Yngstu meðlimir fjölskyldunnar fengu að opna eina gjöf fyrir matinn, siður frá Íslandi. Hér er það reyndar þannig að jólasveinninn kemur með allar gjafirnar í poka og gefur börnum og eldri. Þannig að gjafirnar eru ekki beinlínis merktar frá hverjum þær eru, sem mér finnst svolítil synd því það er nú hluti hátíðarinnar að GEFA, ekki bara að þiggja. Eða það finnst mér. Þennan sið höfum við því ekki tekið upp. Gjafirnar voru af ýmsu tagi, sem betur fer margar bækur og spil. Eitthvað af fötum og Adam fékk gítar en Anna langþráðan rugguhest. Petra fékk ósk sína uppfyllta þegar hún fékk Marimekko náttkjól og ég fékk frá minni heittelskuðu, ferð með fjölskyldunni til Korvatunturri, þar sem jólasveinninn býr. Við förum með lest frá Vasa þann 27. des og komum til baka þann 29. des. Þetta verður náttúrulega bara æði.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim