Anna Alína fimm ára
5. desember og hún Anna Alína orðin fimm ára. Elsku prinsessan. Hvað tíminn flýgur. Fyrir nokkrum dögum hélt tónlistarskólinn sem hún er í tónleika í hátíðarsal borgarinnar. Um 40 krakkar á aldrinum þriggja til sex ára sungu og spiluðu fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Þatta var náttúrulega glæsilegt og ákaflega stoltir foreldra sem gengu út af tónleikunum með nebbann beint upp í loftið svo maður hefði sjálfsagt drukknað í rigningu. Dagurinn í dag búinn að vera litríkur hjá prinnsessunni. Hann byrjaði með tónleikum leikskólans í kirkju staðarins. Þangað var boðið öllum öfum og ömmum, síðan var haldið með liðið í leikskólann og boðið uppá kaffi og kökur. Þetta er gert á hverju ári en nú var sérstakt tilefni því á morgun er 6. desember en það er sjálfstæðisdagur Finna og nú er haldið upp á 90 ára sjálfstæði þjóðarinnar. Nú svo seinnipartinn var afmælisveisla hérna heima fyrir ættingjana. Petra búin að gera þetta líka frábæra afmælisborð. Þið sem ekki komuð misstuð af miklu.
Elsku Anna Alína gullinstjarnan mín, hjartanlega til hamingju með daginn.
Elsku Anna Alína gullinstjarnan mín, hjartanlega til hamingju með daginn.
1 Ummæli:
Þann 11:02 e.h. , Nafnlaus sagði...
Til hamingju prinsessan mín... Vildi að ég hefði getað verið með ykkur á afmælisdaginn
kossar og knús
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim