Öryggis drama
Fundarhöld og skemmtilegheit með tæknifólki og yfirmanni öryggisgæslu leikara (hússins) í borgarleikhúsinu í Vasa. Leikararnir meiga svífa í lausulofti allt uppí einn meter. Er að tuða um þetta öryggiskjaftæði... Ég ætla að fá leikara upp af sviðskólfinu í lausu lofti og færðan uppá tveggja metra háan pall (leikmyndina) stórhættulegt... Ekkert kjaftæði, þetta verður gert.
Hvað er þetta með reglugerðir sem drepa hugmyndir og möguleika. Eitthvað sem einhverjir skriffinnar finna uppá á en einni klóstferðinni sinni. Kannski sáu þeir mann standa hátt uppi, kannski allt upp í tveggja metra hæð og fengu sting í tippið... eins og Adam kallar það. Þá þarf að setja reglur sem koma í veg fyrir að fólk fá sting í tippið og þeir setjast við tölvuna sína og búa til reglur sem banna hitt og banna þetta og banna fólki að fara upp og fara niður. Maður er byrjaður að berjast við tröll flatneskjunnar... en Davíð vann Golíat... var það ekki? Þessir öryggiskallar hafa aldrei klifið fjöll en þeir skulu fá sting í tippið.
Upp skal leikarinn hvort sem einhverjum öryggisverði líkar betur eða verr. Málið leysist á næstu mánuðum, fyrir fumsýningu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim