Góða staða.
Fyrsta rennslið á leikritinu Alína var í gær. Ég er mjög sáttur við þá stöðu sem ég sá í gær. Nú er mánuður í frumsýningu og flestir búnir að læra textann. Það gefur manni bara góð fyrirheit um að hægt verði að leggja svolítið meira í persónuvinnu leikaranna. Það skilar auðvita enn betri sýningu... eða ætti að gera það. Já, við erum komin miklu lengra en ég gerði ráð fyrir á þessum tímapunkti. Ég get því ekki verið annað en viss um að það marg borgar sig að vera hálfummánuði lengur á staðnum en oftast er gert. Vinna með hópnum í fulla tvo mánuði frekar en að vera einn og hálfan og vinna undir meira álagi. Núna hafa leikaranir alltaf fengið frí um helgar. Þetta skilar sér í líflegri og skemmtilegri vinnu og svo er örugglega gott að fá hvíld um hverja helgi. Þetta er jú áhugafólk í fullri vinnu og námi.
Ég fékk hringingu frá Finnlandi í vikunni. Markus Packalén leikhússtjóri í borgarleikhúsinu í Vasa. Hann var að láta mig vita að ljósahönnuðurinn sem ég fæ fyrir uppsetninguna á Ofviðrinu eftir W.Shakaspeare í vetur er Ilkka Paloniemi skólastjóri tæknideildar ríkislistaháskólans í Finnlandi. Hérna getið þið séð hvað hann hefur gert.
Ég fékk hringingu frá Finnlandi í vikunni. Markus Packalén leikhússtjóri í borgarleikhúsinu í Vasa. Hann var að láta mig vita að ljósahönnuðurinn sem ég fæ fyrir uppsetninguna á Ofviðrinu eftir W.Shakaspeare í vetur er Ilkka Paloniemi skólastjóri tæknideildar ríkislistaháskólans í Finnlandi. Hérna getið þið séð hvað hann hefur gert.
2 Ummæli:
Þann 10:49 e.h. , Nafnlaus sagði...
VÁ! ótrúlega flottir hlutir sem hann hefur gert! það er ekkert smá, fá bara aðalkallinn í þetta :)
Kær kveðja
Þann 4:19 f.h. , Nafnlaus sagði...
Það verður gaman að vinna þessa sýningu.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim