Á Króknum
Það er búið að opna nýja veginn yfir Þverárfjallið svo aðkoman að Sauðárkróki er breytt. Það var einstaklega fallegt að horfa yfir fjörðinn, Drangey og Stórhöfði risu svo glæsilega úr sæ og sólin að hverfa bak við sjóndeildarhringinn. Ákaflega falleg, sennilega hvergi í heiminum annað eins. Ég er búinn að hitta leikhópinn og við lásum í gegnum leikritið. Þetta virkar og verður bara gaman. Prins Adam og prinsessa Anna heima í Vasa með minni heitt elskuðu... Það er leiðinlegt að vera svona langt í burtu frá þeim. En við erum bara með Skype-ið opið allan daginn svo við erum í stöðugu sambandi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim