Stefán Sturla Sigurjónsson

11 júní 2007

Sumarparadísin


Hitinn búinn að vera um og yfir 25° alla liðna viku. Við vorum í Molpe hjá mormor og morfar um helgina. Sumarparadísin (lesist sumarbústaðurinn) okkar er þar rétt hjá. Ég var alla helgina að smíða. Stækka bústaðinn um 8 fermetra og færa aðalinnganginn. Petra var í garðyrkjustörfum. Slá gras og laga til á ströndinni. Virka daga vikunnar er Petra í skólanum. Situr við skriftir. Nóg að gera hjá henni. Ég tek því rólega í júní og svo fer allt á fullt við undirbúning uppsetninganna í haust. Alína og Króknum og svo Ofviðrið í Borgarleikhúsi Vasa. Krakkarnir blómstra eins og önnur falleg blóm í sólinni og eru orðin brún og sælleg. Við gleymdum mynda vélinni heima um helgina. Svo það eru engar nýjar myndir. En við krakkarnir förum aftur í bústaðinn á morgun og þá tek við fullt af myndum og setjum inn á myndasíðuna undir "sumarbústaðurinn 2007". Vona að lífið gangi vel hjá þeim sem lesa þetta og að allir séu kátir og hamingjusamir á afmælinu hennar ömmu í sveitinni, eins og við í Finnlandi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim