Stefán Sturla Sigurjónsson

30 maí 2007

Lok vetrar.


Gott fólk. Sumarið komið í Finnlandi eða kannski bara vorið. Heimafólk segir að það geti verið óstöðugt veður fram í miðjan júní. Það þíðir samt hiti yfir 15 og kannski 20 gráður alla daga. En kannski svolítill blástur og rigningar annað slagið, svona til að koma gróðrinum í gott horf. Sandra mín farin frá Íslandi til Krítar þar sem hún ætlar að vinna við ferðaþjónustu í sumar. Og Solla fatahönnuðurinn minn byrjuð í byggingarvinnu. Fyrir yngstu krílin er þetta síðasta vikan fyrir sumarfrí í skólunum þeirra. Þau verða bæði í sumarfríi fram í miðjan ágúst.

Ég fór til Borgo og Helsinki í síðustu viku. Gisti hjá Borgari og Ann. Þvílíkar móttökur. Þau hafa lítið klaustursherbergi í nýjuppgerðum kjallaranum, þar er gott að sofa. Við Borgar fórum í leikhús og hann kynnti mig fyrir leikhúsfólki í Helsinki. Við sáum tvær mjög ólíkar sýningar. Á Svenska Teater sáum við farsan "Hvít lygi" sem gengur í Finnlandi núna. Ákaflega skemmtilegur farsi um tvær löggur sem þurfa að flytja andlátsfrétt á jóladag. Hin sýningin var "Performance" í listaháskólanum. Þar koma einn virtasti performer frá USA, Karen Finley og flutti "The Dreams of Laura Bush And The Passion of Terri Schiavo" geggjaður kolsvartur húmor. Hún var aldeilis ótrúleg. Ef þið eigið einhvertíman tækifæri á að sjá þessa leikkonu á sviði, þá ekki missa af því.

1 Ummæli:

  • Þann 7:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæhæ

    Nú styttist bara í afmælið :)
    Er böggullinn kominn?

    sjáumst vonandi í sumar.

    Heyrumst á mánud.

    Kossar til allra

    Kv.Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim