Páskar og nammi
Páskarnir liðnir með öllu sínu sælgæti. Reyndar var skammturinn tvöfaldur í ár... sérstaklega fyrir yngri meðlimu fjölskyldunnar. Hér í Finnlandi er nefnilega allt annar "kultur" í kringum páska en á Íslandi. Meira í ætt við öskudaginn okkar. Laugardaginn fyrir páska klæða krakkarnir sig upp sem nornir og fara milli húsa með gamaldags kaffikönnu og þiggja gotterí og gefa páskakort í staðin. Veit ekkert hvaðan þetta er komið en þetta gerir þessa helgi svolítið skemmtilega. Svo voru náttúrulega kominn stór Freyju súkkulaðiegg frá Íslandi sem foreldrarnir földu af hefðbundnum sið fjölskyldunnar á páskadag.
Fermingaveislurnar hérna eru fáar og eingöngu kaffi fyrir allra nánustu í eldhúsinu heima. Þegar ég segi allra nánustu þá meina ég foreldra, systkyni, afa og ömmur, búið. Ekki allra nánustu hundrað og eitthvað í stórum sal og keppni um hver fékk mest... Já páskarnir voru öðruvísi, ekki endilega betri eða verri, bara öðruvísi.
Fermingaveislurnar hérna eru fáar og eingöngu kaffi fyrir allra nánustu í eldhúsinu heima. Þegar ég segi allra nánustu þá meina ég foreldra, systkyni, afa og ömmur, búið. Ekki allra nánustu hundrað og eitthvað í stórum sal og keppni um hver fékk mest... Já páskarnir voru öðruvísi, ekki endilega betri eða verri, bara öðruvísi.
2 Ummæli:
Þann 12:47 e.h. , Nafnlaus sagði...
Jiii hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Ég saknaði þess samt að leita að páskaegginu mínu í Drápuhlíðinni....
kv. litla stelpan Sandra
Þann 12:08 f.h. , Nafnlaus sagði...
ohh vá er hægt að vera eitthvað sætari??
Get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll aftur snúllurnar mínar :):) tel niður dagana..
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim