Samfélagsleg hugsun.
Kosningar afstaðnar hérna í Finnlandi. Hér eru þrjár stórar blokkir með um 20% fylgi. "C" Central eða Framsóknarflokkurinn, "SDP" eða kratarnir og "Saml" Samlingspartiet eða Sjálfstæðisflokkurinn. Í rauninni hélt stjórn C, Sdp og Sfp velli, þó eins naumlega og hægt er. Eins og sést á myndinni hérna fyrir ofan er C stærstur og formaður flokksins og forsætisráðherra, Matti Vanhanen fer með umboð til stjórnarmyndunnar. Hann vill sterka stjórn og þarf því líklega að mynda fjörgaflokka samsteypustjórn. Það má segja að það hafi verið svolítil hægri sveifla í kosningunum, því hægriflokkurinn vann 10 þingsæti en stjórnarflokkarnir töpuðu ellefu þingsætum. Hvort hann leiti til hægri núna er afar ólíklegt. Helst hefur hann talað um að bjóða "grænum" með í stjórnina. Sem ég persónulega vona að verði næsta ríkisstjórn hér í Finnlandi. Baráttumálin voru flest félagsleg, styrking félagslega kerfisins, sérstaklega til eldriborgara og þeirra sem minna mega sín. Staða ríkiskassans er mjög sterk. Því var mikið rætt hvernig ætti að deila hagnaði hans. Sumir vilja lægri skatta, þá sérstaklega lækka matarskattinn. Aðrir telja að það megi alls ekki lækka skattinn það verði ávísun á vandamál seinna. Vilja því beinar aðgerðir til hópanna sem þurfa helst aðstoð. Hér vilja menn styrkja menntakerfið, sem allir vita að er mjög sterkt. Félagsleg þjónusta, s.s. læknisþjónusta er öflug í Finnlandi og mætti taka hana til fyrirmyndar, engir faldir skattar þar, hún verður efld. Veit ekki hvað íslensk stjórnvöld segðu, leggði einhver til að félagslegaþjónustan yrði eins og hérna í Finnlandi, gæti trúað... "Hver á að borga brúsan???" Hér er svarið skýrt, þeir ríku. Þeir sem þéna pening borga hærri skatta, önnur opinber gjöld og sektir en þeir sem minna hafa en njóta félagslegakerfisins að fullu eins og aðrir. Hér er hugsunin mjög skýr, verðir þú ríkur á gæðum samfélagsins, styrk þess og stoð, ber þér að greiða því til baka í samræmi við hagnað þinn. Einfallt og réttlátt og allir sammála, líka þeir ríku. Kannski er þetta mótelið fyrir Ísland. Vinstri grænir, Samfylkingin og einn smáflokkur gætu hugsanlega gert þetta og bjargað landsins náttúru og gæðum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim