Stefán Sturla Sigurjónsson

14 mars 2007

Að velja rétt


Ég velti stundum fyrir mér fegurð mannlífsins, jarðarinnar og tilverunnar. Hvað allt getur verið unaðslegt. En svo mitt í svona þankagangi og vellíðan er maður alltaf sleginn í hausinn. Oftast af pólitíkusum sem geta tekið svo svakalega rangar ákvarðanir að öll heimsbyggðin líður fyrir. Hvernig geta menn byggt sér hvítt hús og tekið þar ákvarðanir um líf og limi milljóna annara, jafnvel hinumegin á jörðinni. Bara vegna þess að það fólk hefur aðra skoðun á lífinu, annað mottó. Hver gefur kallinum í hvíta húsinu þetta vald? VIÐ með því að dansa sama línudans og hann. Í vor geta Íslendingar ákveðið hvort allar þessar heimskulegu ákvarðanir s.l. tíu ára Íraksstíði, listi hinna stöðföstu þjóða, Kárahnjúkavirkjun, álver, álver og aftur álver, Davíð í Seðlabankann og allar bankagjafirnar til velunnara stjórnarflokkanna, svo eitthvað sé nefnt. Já við getum ákveðið hvort VIÐ viljum að þessir flokkar sem stjórnað hafa landinu okkar og tekið þessar ákvarðanir haldi áfram að spilla fyrir okkur, eða veljum nýja leið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim