Stefán Sturla Sigurjónsson

13 febrúar 2007

Vinnualkar


Hér er ótrúlegur munur á viðhorfi til vinnunnar og hvernig verja á tímanum. Vinnualkar, þeir sem vinna meira en 36 stundir á viku, fá gjarnan læknisfræðilega hjálp við sjúkdómnum. Ættingjar og vinir leggjast á eitt að styðja viðkomandi í baráttu sinni við að vinda ofanaf þessum vágesti sem skapar bara sundrung og græðgi...
Hugsa oft heim í þetta trillta vinnubrjálæði og það ótrúlega skipulagsleysi sem viðgengst allstaðar á Íslandi. Allir falla í sama farið en enginn veit afhverju. Flestum finnst gott að geta skipulagt mánuð fram í tímann. En það er litið á það sem einhverja fórn að skipuleggja eitt ár, því það lokar fyrir möguleika. Þannig að enginn virðist vinna eftir skipulagi. Allra síst þar sem þess er virkilega þörf eins og í leikhúsunum. Í leikhúsunum hérna er búið að gera sýningarplan út leikárið. Ég get valið mér sýningu og keypt miða á hana í mars, apríl, maí eða júní.

2 Ummæli:

  • Þann 11:22 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Haha þetta er alveg rétt hjá þér.
    Við ættum bara að gera eins og á Spáni. Þar lokar allt í 2 klst. á dag og fólk fer heim og leggur sig hihi.

    Kv, solla

     
  • Þann 9:03 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Eða bara hreinlega að vinna styttri vinnudag. Vinnudagurinn á Íslandi hefur lengst um 30% á síðustu 20 árum, þannig að nú er meðalvinnuvika landsmanna 53 stundir. Þess vegna skipaði Evrópusambandið nefnd til þess að rannsaka það sem þeir nefna Íslensku vikuna, en nefndinni var ætlað það verkefni að rannsakna hvernig Íslendingar færu að því að koma 193og1/2 stund fyrir í hverri viku, sem samkvæmt venjulegum evrópustöðlum telur aðeins 168 klukkustundir.
    Kv. Pabbi

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim