Stefán Sturla Sigurjónsson

06 janúar 2007

Þrettándinn

Dagurinn í dag er fæðingadagur Önnu Alinu, langömmu Önnu Alinu Stefánsdóttur. En líka þrettándinn. Hér í Finnlandi er engvir álfar á ferð og þess vegna ekki nein hefð fyrir álfabrennum eða gleði á þessum degi. Þrátt fyrir það er þetta almennur frídagur.
Búinn að lesa "Skipið" eftir Stefán Mána. Spennandi og bók sem hélt vöku fyrir mér heilan sólahring. Gat ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin. Reyndar fannst mér örfáum blaðsíðum ofaukið. Það eru síðustu blaðasíðurnar. Sögunni var lokið áður en höfundur lauk sögunni og það sem bættist við var ofskýring. Bara gælunafnið á Jóni Karli var nóg. Frábær bók lesið hana.
Við feðgar vorum í morgun að horfa á fyrstu myndina um "Hringinn". Reyndar voru allar myndinar sýndar hérna í sjónvarpinu um jólin. það var bara ekki nóg. Djöfull eru þetta góðar myndir... Við krakkarnir fórum út og erum búin að leika söguna um Hringinn í skóginum og staðsetja hina ýmsu kynþætti í húsum og turnum hérna í nágrenninu.
Núna erum við á leið í skautahöllina á hokkeyleik efstu liða í deildinni. Það verður náttúrulega bara gaman.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim