Íslandsdvölinni að ljúka
Búinn að vera á Íslandi síðan 25. nóvember. Ætlaði að vera rosalega duglegur að blogga. En hef ekki skrifað mikið. Búinn að sjá Mýrina, Pétur Gaut og Tinu Turner showið á Broadway. Farið nokkrum sinnum í bíó en annars verið að leika og skemmta börnum. Fyrst og fremst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sem er bara eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri.
Borðað með vinum og ættmennum. Upplifi mig svolítið sem gest, vinnandi gest á Íslandi, sem ég auðvita er. Ég er búinn að fara á nokkra góða fundi til að kynna verkefni og einnig til að selja verkefni. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og veit að ég er að bjóða gott stöff . Í lok janúar ættla ég að vera búinn að loka og ganga frá samningum að þeim verkefnum sem ég tek að mér 2007 og 2008. Einnig geri ég ráð fyrir að árið 2009 sé að bókast. En eins og alltaf EKKERT er frá gengið fyrr en samningur er undirritaður. En á meðan ekki er gengið frá samningi er maður líka óbundinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim