Miðvikudagur og ég á leið til Íslands og skemmta börnum í desember. Undanfarin 20 ár hef ég gert það sem mér finnst skemmtilegast, að leika fyrir börn. Og í desember velti ég mér uppúr hinni íslensku "mystic", jólasveinum, álfum og tröllum. Sögu þeirra og glennsi. Þjóð er ekki þjóð nema hún eigi sögu. En hvað er þjóð sem gleymir sögunni og býr til nýja sögu? Ný þjóð, eða gleymd þjóð? Ég held að sagan sé hjarta hverrar þjóðar. Sagan gerir kraftaverk. Einu sinni var ég búinn að skrá mig með jólapakka í flestar íbúðir háhýsis í Kópavoginum á aðfangadag. Jólasveinninn bankaði og á móti honum komu brosandi börn með tilhlökkun jólanna tindrandi í augum. Á efstuhæð var búið að gefa gjafir í tvær íbúðir af fimm. Í þeirri þriðja var ekki svarað, enginn kom hlaupandi til dyra þegar jólasveinninn bankaði. Jólasveinninn bankaði aftur, hringdi á bjöllu en enginn svaraði... en jólasveinar gefast ekki upp... hvaða leikur var nú þetta? Svo hann byrjaði að banka og syngja... þá opnaðist hurðin og kona smegði sér út og fram á gang. "því miður er ekki stemming fyrir jólasveininn núna ég skal taka við pökkunum" sagði hún. Afinn hafði orði bráðkvaddur stuttu áður. Ég sagði henni að börnin yrðu að hitta jólasveininn nú frekar en nokkurtímann. "Treysturu þér í það" spurði hún. Það varð úr að ég fór inn og grátandi börn og fullorðnir tóku á móti jólasveininum sem settist niður á gólfið og fékk alla með sér, börn og fullorna. Þar sagði hann frá jólunum í hellinum og frá sérkennum jólasveinnanna. Síðan var staðið upp og dansað í kringum jólatréð og jólasveinninn gaf loks börnunum jólagjafir. Þegar jólasveinninn fór voru allir brosandi. Konan fylgdi jólasveininum fram og þakkaði klökk fyrir að jólasveinni hafi komið með jólinn og breytt þau yfir sorgina. Þessi reynsla hvetur mig áfram til að gleðja börn og fullorðna, því sagan gerir kraftaverk. |
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim