Flott eða flopp.
Óskaplega var ég glaður þegar ég las fréttir um að nú ætti að hefja hvalveiðar aftur. Glaður vegna þess að nú ætti ekki að láta ákaflega misviturt peningafólk sem kallar sig verndara hvalsins, ráða ferinni. Það er svo hallærislegt þegar þessi samtök verndarsinna selja saklausum gamalmennum og fófróðum einstaklingum um allan heim, hval til ættleiðingar. Senda þeim síðan mynd af sporði sem rís uppúr sjó og segja, “þetta er hvalurinn þinn” myndin hangir síðan uppá vegg við hliðina á öðrum ættmennum viðkomandi. Flott hugsaði ég, sókn gegn fáfræði og óheiðarlegri sölumennsku. En enn á ný komu íslensk stjórnvöld mér á óvart. Þetta fer að verða leiðinlegur vani hjá þeim! Ekkert virðist hafa verið undirbúið. Engin áætlun um hvernig bregðast eigi við árásum andstæðingsins. Heldur telja þessir vitringar í ráðuneytunum að besta aðferðin sé að þegja, hún hefur alltaf virkað á Íslandi. Hvar var áróðursmeistari og herforingi stjórnarinnar Björn Bjarnason? Af hverju hefur maður ekki séð neitt um undirbúning þessarar ákvörðunar. Þegar upp er staðið þá er þessi ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra sennilega verst skipulagða ákvörðun sem tekin hefur verið af ríkisstjórninni, þó er af nógu að taka. En þetta skiptir ekki máli, því íslenskir kjósendur hafa sjaldan látið pólitíkusa axla ábyrgð. Við íslendingar erum ákaflega fljótir að gleyma. Til dæmis erum við búin að gleyma að Davíð Oddsson sat lengst allra í forsætisráðherrastóli og keyrði þjóðarskútuna á kaf en kemur nú reglulega fram í fjölmiðlum og tilkynnir nýjar lausnir til að bjarga skútunni áður en hún sekkur, hver var skipstjórinn og hoppaði fyrstur frá borði? Þá tók fyrsti stýrimaður við hriplekri skútunni, en réði ekki við neitt og bjargaði sér á sundi en lét áhöfnina um skútuna. Þessi snillingur er orðin framkvæmdarstjóri Norðurlandaráðs. Þetta eru miklar hetjur og við kjósendur látum þessa snillinga komast upp með hvaða vitleysu sem er. Er ekki kominn tími fyrir nýja áhöfn? |
1 Ummæli:
Þann 12:10 e.h. , Nafnlaus sagði...
Sæll frændi,
Það er gaman og gott að vita af síðunni. Hún verður fastur liður í bloggrúntinum. Sé þig fljótlega á Íslandi. kv Heiðar
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim